Úr hugmynd að stefnu
Hvað er góð stefna? Og hvað þarf til að breyta góðri hugmynd í ákveðna stefnu? Hugmyndarhönnuðirnir okkar vita hvað þarf til.
Sköpunargáfa og stefnumiðað val er lykilatriði þegar barist er um að fanga athygli viðskiptavina. Stefna er einfaldlega vel útpæld hugmynd með skýra áætlun um hvernig skal ná markmiðum hugmyndarinnar.
Markaðsstefnan er það sem leggur grunninn að því sem á að miðla , til hverns og hvernig - og rétta stefnan sér til þess að þetta er gerð á skilvirkan og árangursríkan hátt.
Hugmyndahönnuðirnir okkar eru sérfræðingar í að taka ósk eða hugmynd frá viðskiptavini og umbreyta í skýra stefnu. En til að búa til skýra stefnu þurfum við að fá að taka þátt í að 'brainstorma' með þér frá byrjun - svo við getum séð heildarmyndina og búið til stefnuna með viðskiptavininum.
Eitt ferli, einn félagi
Við erum með allt sem þú þarft til að taka hugmyndina þína og breyta í stefnu.
Við sjáum til þess að öll púslin passi!
Hvernig á að búa til árangursríka stefnu - 4 skref
1. Hverju viltu áorka?
Vertu alltaf með skýrt markmið. Viltu styrkja vörumerkið, viltu auka söluna, byggja mannorðið eða ertu í mannaráðningum. Þú ert kannski með önnur minni markmið líka en mundu að einbeita þér að meginmarkmiðinu.
3. Hver eru skilaboðin þín?
Hvað viltu setja við markhópinn? Skilaboðin verða að spegla markmið verkefnisins.
2. Hver er markhópurinn?
Þú verður að vita við hvern þú ert að tala, notaðu rétta orðalagið.
4. Hver er fjárhagsáætlunin þín?
Settu ramma fyrir verkefnið og búðu til fjárhagsáætlun sem gerir þér kleift að búa til stefnu með skýrum rauðum þræði.