Auglýsingavörur- þetta er ástæðan fyrir því að það er svona árangursríkt
Vissir þú að derhúfa með þínu merki getur haft breiðari og meiri áhrif heldur en birting á hefðbundnum miðlum? Sjáðu hér hvernig auglýsinga- og kynningavörur geta styrkt þitt merki.
Vörur eru bara vörur áður en þær eru merktar með skilaboðum, eftir að það er gert eru þær orðnar miðill (vörumiðill) . Á seinustu árum hafa vörumiðlar náð meiri og meiri útbreiðslu á markaðnum ásamt hefðbundnum miðlum. Vörumiðlar eru ein ódýrasta leiðin til að markaðssetja sig skv. Global Advertising Specialty Impressions study 2019.
Derhúfa með merki birtist að jafnaði 3.000 sinnum. Þ.e.a.s. ef húfan kostar 500 kr. þá kostar hver birting 0.17 kr.
Okkur líkar við vörur með merki
Skv. sömu könnun má sjá að aðilar undir 55 ára kjósa heldur vörumiðla frekar en aðra hefðbundna miðla. Könnun sem framkvæmd var af samtökum atvinnulífsins í Svíþjóð fyrir auglýsinga og gjafavörur sýndi að 88% muna hver gaf þeim merkta vöru eftir 12 mánuði og 32% nota merkta vöru alla daga (60% einusinni á dag eða oftar). Í sömu könnun voru yfir 30% jákvæðir í garð auglýsingavara. Sem samanburður voru einungis auglýsingar í kvikmyndahúsum að skora hærra en það.